Bara smá prufa...

           Binna

Bara smá prufa.

Var að leika mér í Glitter Graphics Tounge

Gaman gaman.....


Endalokin

Nú læt ég þessa síðu gott heita.

Það eru afar fáir sem líta hér inn og hvað þá að þeir commenti, svo ég nenni ekki að halda henni út.

Ég held mig bara við mína aðalsíðu, sem er á 123.is

Takk fyrir mig Wink

 Kveðja

Binna


Ég er hérna ennþá... :þ


Ég var að lesa moggann í morgun...eins og venjulega, og sá þá litla frétt frá Kattholti.
Ég er nú ekki mikil kattakona...ég er hundakelling, en er mikill dýravinur og má ekkert aumt sjá. 
Þar kom einhver "auminginn" og skildi eftir 3 litla kettlinga í loftlausum poka !!!! 
Ég spyr........ 
                HVER GERIR SVONA LAGAÐ ? 

             Hver er svona vondur ??? Er fólk orðið algerleg geggjað ?
 
Alveg eins með litla hvolpinn í Kúagerði. Hvernig er hægt að vera svona vondur við skepnur sem að treysta manni 100% og elska mann út af lífinu og gefa manni hjarta sitt og ást skilyrðislaust ?
Ég verð svo reið þegar að ég heyri svona. Ég fór bara að grenja þegar að ég sá fréttina með litla hvolpinn og það var verið að sýna að hann væri á batavegi.
 
Elsku litla skepnan að reyna að labba á lömuðu framfótunum sínum....það var of mikið fyrir mig. Ég fór bara að grenja. Ég held að ég gæti aldrei verið dýralæknir og þurft að horfa upp á svo margt varðandi dýr. 
Ég vil bara sjá þetta allt saman heilbrigt, glatt og umvafið ást. Það er bara ekki þannig því miður.

Jæja...en þetta var bara smá púst.

           ***********************************************

         Ég vil benda ykkur á frábæra sannsögulega mynd sem heitir....

                              Into the wild

Frábær mynd um ungan strák sem lét sig hverfa út í náttúruna. Ég segi ekki neitt meira, bara...endilega takið hana. Ég sat hugsi eftir þessa mynd.
Tónlistin er öll eftir Eddie Vedder. Ég hafði aldrei neitt sérstaklega hlustað á hann áður, en núna er ég alveg húkkt á honum. 
Frábær tónlistarmaður. 

Skoðið þennan link hér fyrir neðan, sem er kynning á myndinni um hann Chris McCandless....eða öllu heldur Alexander Supertramp sem hann þóttist heita svo hann fyndist ekki. Frábær mynd og frábær leikur hjá þessum strák sem annars hefur verið alls óþekktur. Sean Penn heillaðist af sögu Chris og gerði mynd eftir bókinni sem heitir líka...Into the wild.
 

                    http://youtube.com/watch?v=2LAuzT_x8Ek

    Hér eru svo tvær myndir af honum sem voru í myndavélinni hans
             þegar að hann fannst. Hann tók þessar myndir sjálfur.
 

                               

                       [mccandlessfinal001_crop001_640.jpg]

       Og svo í lokin kemur eitt lag úr myndinni með Eddie Vedder.

                        http://youtube.com/watch?v=0V7WItOr4O8&

 

                                       Lifið heil !    


Gull og gersemi...

Ber þú hans fley.

Hver hugsar um farmannsins vegi ?
hver þekkir hans ógnþrungnu störf ?
Hann vakir, uns vermir af degi,
hver veit hversu för hans er djörf ?

Er brotsjóar fleyin hans fljóta,
hann biður í huganum hljótt.
Að fá aftur faðm þinn að njóta,
já, fallvölt er sjómannsins slóð.

Já hafið á allan hans huga,
hans líf er við hafrótið æ.
Hann treystist, hann ekkert kann buga,
hann hræðist ei ógnþrunginn sæ.

Hann einn skilur sjómannsins vegi
hann segir ei neinum sinn hag.
Og hans vegna honum ég segi,
til hamingju á sjómannadag. 

                          Jón Þorberg Steindórsson. 
 
  
                        ****************************************

                        
                               
Fyrir rúmum 40 árum síðan gerði pabbi minn þennan texta og samdi lag við hann.
Dæmigert sjómannalag, sem var flutt...beint...í gegnum útvarpið af Ragnari Bjarnasyni söngvara og hljómsveit hans, á sjálfan Sjómannadaginn 1968.

Ég er búin að eiga þetta lag á gamalli spólu sem datt upp í hendurnar á mér fyrir fjölda ára.
Á þessari spólu eru líka lög eftir tónskáldið Svavar Benediktsson heimilisvin okkar og vin ömmu minnar og afa, þar sem hann spilar sjálfur og sum laganna eru sungin af okkar ástsæla, Hauk Morthens.


Ég held að þessar upptökur séu hreinlega hvergi til.
Svavar heitinn talar sjálfur inn á þessa spólu svo og Haukur Morthens líka. Virðist eins og Haukur hafi verið með þátt í útvarpinu. (held ég)
Þessi lög voru í Svavars eigu og tók hann þau sjálfur upp á gamla segulbandið sitt, fyrir bróðir hans pabba, Steindór.

Fyrir mér er þetta alger gersemi.

Ég bað Snorra bróðir (þar sem hann er með upptökuver og allar græjur) að reyna sitt besta til að lagfæra hljóðið (sem er ekki það allra besta) eins og hægt væri.
Lögin voru tekin upp á gamalt segulbandtæki með stóru spólunum. Sum ykkar muna eftir þannig segulböndum. Þau voru sko áður en kassettutækin komu til sögunnar LoL


Snorri minn gerði það fyrir syss og það er miklu betra en á spólunni minni, en þó er það töluvert slæmt  Upptakan var bara ekki í háklassa hjá honum Svavari mínum. Bara tekið beint upp á bandið með litla mígrafóninum og öll hljóð heyrðust.
En mér er alveg sama. Núna á ég þetta allt á cd og er glöð með það.

Ég vildi óska að ég gæti sett lagið hans pabba hér inn til að leyfa ykkur að heyra, en því miður þá get ég það ekki. Kann það bara hreinlega ekki, ef það er þá hægt.
Ég held nefnilega að fyrst þurfi það að fara á netið (youtube eða svol.) til að það sé mögulegt og það ætla ég ekki að gera.

Pabbi minn átti urmul af fallegum ljóðum eftir sjálfan sig og fullt af lögum líka.
Hann var snillingur í ljóðagerð.
Sumt á ég...annað er týnt því miður.

Það er geymt hjá þeim dauðu. Sorglegt.

Hans líf einkenndist ekki af reglusemi.
Og þó svo að hann hafi haldið þeim fáu eigum sem hann átti til haga í geymslu hjá móður sinni, þá var eitt sinn brotist inn í geymslurnar þar og fullt af dóti stolið.
Þar á meðal þessum fáu veraldlegu eigum sem pabbi minn átti.

Hann var maður sem kallaður var "þúsund þjala smiður".

Hann gat allt.
Allt lék í höndum hans, hvort sem það var að spila á hljóðfæri (hann spilaði á þau nokkur) yrkja lög og texta, smíða, gera við bíla svo og alla hluti, teikna, mála, hann hafði fallegustu rithönd í heimi....
Allt lék í höndunum á honum...allt... nema gæfan.


Pabbi minn átti dapra æfi lengst af og lést tæplega 35 ára gamall. Maður á besta aldri.

Hann dó fyrir rúmum 34 árum síðan eða þann 12 mars 1974.

En ég er glöð að eiga þetta lag og texta eftir pabba minn og hvað veit ég,  hvað maður gerir einhverntíma við það :)

Kannski tökum við Snorri bróðir okkur til einhverntíma og pússum það upp og setjum það í nýjan búning. Hver veit Joyful


Stórum áfanga náð

Fallega Fjólan mín varð stúdent frá Verzlunarskólanum

 sl. laugardag 24 maí.

Hérna er hún með móðurömmu sinni og nöfnu....ömmu Fjólu.

     


Næsta síða »

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband