12.6.2007 | 14:58
Þrá eftir austfirsku fjallalofti.....
Ég, borgarpaddan sem fædd er og uppalin á malbikinu er komin með sjúklega þrá eftir að komast út á land. Þetta er krónískur sjúkdómur sem kemur reglulega upp hjá mér, ár hvert.
Þó ég sé Reykjavíkurmær þá fæ ég alltaf fráhvörf eftir sveitinni þegar fer að sumra. Nú styttist í Akureyrarferðina mina sem verður í júlí og svo langar mig óhemju mikið til að fara á frönsku dagana á Fáskrúðsfirði seinustu helgina í júlí. Mig skortir bara húsnæði þar. Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar að ættingjarnir eru nánast allir fluttir þaðan.
Bara að komast í annað umhverfi en hana Reykjavík....þó ég elski hana alveg út af lífinu, þá bara verð ég að fá að breyta til. Það nærir sálina mína og ég hleð batteríin til fulls í sveitinni. Akureyri er kannski ekki sveit...en...annað umhverfi sem er svo gaman að heimsækja.
Ég vona að mér verði eitthvað ágengt í húsnæðismálum varðandi frönsku dagana. Ef það gengur upp verð ég ekki lengi að pakka saman og keyra í fjörðinn minn fallega, í ausfirska fjallaloftið sem nærir mig betur en nokkuð annað.
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Binna mín, þú getur kannski fengið tjaldið hjá Ingu lánað eftir bíladagana og skellt þér austur ef allt annað bregst!!!!
Anna Steindórsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.