27.6.2007 | 10:33
Tár í tómið
Í tugi ára hefur þetta lag og þessi texti verið mér hugleikinn. Ég tala um tugi, því ég held að ég hafi verið unglingur þegar að Ríó Tríó söng þetta lag inn á plötu. Maður er nú orðinn þokkalega gamall...
Í gær var ung stúlka jörðuð og var þessi texti í minningargrein frá systir hennar. Hann á svo sannarlega við í því tilfelli ásamt hundruðum annara sem hafa fallið fyrir tilstyllan eiturlyfjanna. Flest eigum við einhvern nákominn eða þekkjum til sem á við þennan vanda að etja.
Ég held að það veiti ekki af og væri öllum hollt, að hlusta aðeins á orð pabbans sem skrifaði til þjóðarinnar í gær til að reyna með veikum mætti að hrista upp í þessu þjóðfélagi okkar. Hvað er brýnna en að reyna að sporna við þessum vágesti sem ríður yfir unga fólkið okkar ? Hvernig endar þetta ef við höldum áfram að ganga alltaf veginn með bundið fyrir augun ?
Horfumst í augu við meinið og reynum að standa saman í þessari baráttu. Gætum að því, að næst gæti þetta verið mitt barn.....eða þitt.
Tár í tómið
Bárur þér fleygja um bölsins haf.
Brostið hvert skip sem þér lífið gaf
uns eiturbylgjan við auðnarland.
Að endingu grefur þitt lík í sand.
Við áttum drauma og ást og trú.
En eitthvað brást og þú reikar nú
um villustræti um voðans borg.
Það er verra en dauði og þyngra en sorg.
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Þeir hirða þig stundum og hringja í mig
og heimta'að ég komi að sækja þig.
Þú ert örvita af kvölum og allt mitt þor.
Mín orka og líf fer í þessi spor.
Þú grætur oft en ég get svo fátt.
Ég gef þér allt, það var samt of smátt.
Eitrið þig bindur í báða skó
og blóð þitt hrópar, fær aldrei nóg
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Á sjúkrahús fórst og send varst heim.
Þeir sögðu þig fríska við trúðum þeim.
Þú hlóst og söngst en þú hlærð ei meir.
Það hryggir ei neitt eins og von sem deyr.
Bárur þér fleygja um bölsins haf.
Brostið hvert skip sem þér lífið gaf
uns eiturbylgjan við auðnarland.
Að endingu grefur þitt lík í sand.
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Jónas Friðrik
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo sannarlega er á sammála þér Binna mín. Þetta er mein sem svo margir halda að geti ekki snert sig, það er enginn öruggur. Ég hef alltaf dýrkað þetta lag líka, og meira að segja grenjað yfir því!!! Þetta snertir mann.
anna steindórsdóttir (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 17:03
Versti óvinur Mannkyns! Sorglegra en hægt er að lýsa Þetta ljóð er saga aðstandandans, en á meðan peningar stjórna heiminum mun lítið breytast, það er víst ekki hægt að græða á því að vinna að forvörnum og endurbyggingu á fórnarlömbum fíknar, mannslíf eru víst ekki mikils virði í aurum talið
Báran, 30.6.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.