Opnunartími skemmtistaða.

Núna glymur hæst við að stytta eigi tíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur.

Þar er ég svo hjartanlega sammála. En.... má ekki fara milliveg og loka skemmtistöðunum klukkan t.d. 03, en ekki kl. 02 ? Það er nú dálítið snemmt að loka kl. 2.

Eins og fyrirkomulagið er í dag þá tel ég það hafa verið stór mistök á sínum tíma að lengja þennan opnunartima til kl. 5 og 6 á morgnana. Það bjargaði engu né lagaði nokkuð, að mínu mati.

Fólk er að drattast heim til sín jafnvel ekki fyrr en kl. 7 að morgni. Og annað...mér hefur ekki fundist neitt hafa lagast í sambandi við það að fólk safnist síður saman í miðborginni og allt fari í steik og kaos þegar að það er farið að huga að heimferð. Það er jafn erfitt að fá leigubíla eins og áður.

Ekki það að ég sé alltaf út á lífinu...síður en svo. Ég fer nánast aldrei í bæinn. Kannski er ég bara orðin of gömul, eða vil ekki gera börnunum mínum það að hitta múttu gömlu á djamminu í bænum. Nei nei, ég segi nú bara svona. Mín börn yrðu hin kátustu ef þau hittu mömmu í bænum, en það er svo sjaldan að maður bregði sér orðið af bæ að það heyrir orðið undantekninga til.

Eins og t.d. á Menningarnótt. Þá var biðröðin eftir leigubíl svo löng að ekki hefði ég nennt að sitja í þeirri súpu. Það var gott Þá að geta bara vippað sér inn í bílinn sinn og keyrt heim Wink

En þetta með að dreifa skemmtistöðunum í úthverfin. Ok, gott og vel.

Er ekki hægt að reyna að breyta þessu aftur í "ball" menningu eins og áður var ? Núna er þetta bara meira og minna pöbbamenning. Hver man ekki eftir gömlu góðu böllunum sem voru hér áður fyrr á tímum ?

Klúbburinn, Þórscafé, Sigtún, Broadway, Hollý, Hótel Ísland, Amma Lú, ??? Ekki allir á sama blettinum, en þó samt svo að það var stundum hægt að labba á milli þeirra í góðu veðri. (nema Broadway auðvitað)

Þeir voru þó örlítið dreifðir um borgina. Núna höfum við jú Players í Kópavogi og ekki veit ég til annars en að sá staður sé vel sóttur.

Það er bara gott mál að hafa "pöbba", en væri ekki líka bara ágætt að hafa "skemmtistaði" sem hægt er að hafa lifandi músík (hljómsveitir) og geta dansað almennilega eins og í gamla daga ? Nasa er þannig jú jú...en guð minn góður. Það er líkast því að vera í síldartunnu þar inni. Allt of lítill staður.

Ég legg til að stytta eigi opnunartímann til kl. 3 í miðbænum en hafa svo skemmtistaði utan við sjálfan miðbæinn og hafa opið á þeim stöðum til kl. 5. Þá held ég að kaosið og hryllingurinn í miðbænum verði ekki svona svæsinn eins og það er í dag.  

Og að lokum.... Sjálf reyki ég ekki, en það má nú kannski koma á móts við reykingafólk og hafa sérstakt reykingaherbergi til að nikodín fíklarnir geti fengið sér smók. Það er ófært að banna reykingar inni og um leið að banna að fara með drykki út.

Ég á nú eftir að sjá það, að fólk fari út í snjó og skítakulda til að púa sígarettur í vetur þegar það er að skemmta sér...Woundering  Væri ekki nær að leyfa þeim að hoppa inn í lokað rými til að púa eina rettu eða svo og koma svo aftur fram til almennings...og allir sáttir ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Steindórsdóttir

Hjartan lega sammála þér frænka mín, alveg eins og talað úr mínu brjósti. 

Anna Steindórsdóttir, 20.9.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Brynjar Svansson

Binna mín þú verður að átta þig á því að við fáum aldrei aftur gömlu góðu árin í Hollý, það er allt breytt í dag eins og þú veist og menn keyra meira að segja niður Hverfisgötuna sem þektist ekki á þeim árum

Brynjar Svansson, 23.9.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband