10.10.2007 | 11:34
Friðarsúla Lennons og Yoko
Jæja...þá var friðarsúlan tendruð í gærkvöldi með pomp og prakt.
Ég stóð spennt í eldhússkálanum mínum og beið eftir ljósi. Hlustaði á sjónvarpsútsendinguna og stóð við gluggann og beið spennt. Og viti menn !!! Það varð ljós.
Mikið var það fallegt. Ég er í stúkusæti hvað ljósasúluna varðar. Ég get setið og borðað matinn minn og notið þess um leið að horfa á friðarsúlu Lennons og Yoko. Ekki amalegt það
Gaman að sjá Sean hvað hann er líkur pabba sínum þó hann sé aðeins úfnari en hann var. Hann tjaldar svo miklu hári strákurinn, bæði í andliti og á höfði En líkur er hann pabba sínum það má nú segja....og Sean gengur alveg nákvæmlega eins og hann. Virðist hafa sömu limaburði og John. Gaman af þessu.
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar ég sá að þetta er stolin hugmynd hjá þeim, sá svona ljóssúlu á Luxor hótelinu í Las Vegas en þar stæra þeir sig af því að ljósið sjáist á tunglinu
Brynjar Svansson, 13.10.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.