14.1.2008 | 15:06
Ég er hér....
Gleðilegt ár allir nær og fjær.
Ekki hef ég nú verið dugleg að blogga hér undanfarið. Satt best að segja hef ég ekki punktað eitt einasta orð síðan töluverðu fyrir jól.
Nú liggur maður bara í kvefpest og hnerrar út í eitt. Ég fékk þessa dásemd um helgina. Það gat nú ekki verið að maður slyppi við allt. Fékk reyndar ælupest milli jóla og nýárs og var það ekki skemmtilegt.
En þessa dagana liggur maður bara í jólabókunum.
Var að klára bókina "Aska" eftir Yrsu Sigurðardóttir.
Ég verð að segja það að þessi bók er ekki alveg eins spennandi og ég hélt. Hún kom mér á óvart. Fannst vanta eitthvað, sérstaklega í endinn. Eins og það vantaði að klára að gera upp hluti sem komu fram í bókinni og maður hélt að maður fengi einhver svör við síðar í bókinni..... en nei, maður fékk ekki svörin við því .
Jæja, en núna er ég byrjuð á "Harðskafa" eftir Arnald Indriðason og vona að hún verði betri.
Ég á nú reyndar von á því. Arnaldur klikkar yfirleitt ekki.
Best að skella sér í lestur.
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu...
Gerum bara gott úr þessu..
Segðu mér í stuttu máli við hverju þú fékkst ekki svör og ég skal búa til fínan endi á bókina, með dramatík og öllum pakkanum.
Nói Blomsterberg (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 05:41
Já ok.
Af hverju vildi Tinna meina að Hlynur væri morðinginn þegar að það var ekki hann ? Hún sá hann koma út frá Öldu.
Hvað átti þetta tattú að þýða hjá Halldóru ? Hvað átti það að tákna svona merkilegt ?
Kláraðu bókina Nói minn.
Bryndís Halldóra Jónsdóttir, 15.1.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.