Vorið má fara að koma.

  Jæja þá er maður orðinn árinu eldri og ég fékk það í afmælisgjöf sem ég vildi....rigningu !

Ég vona að hún taki allan snjóinn. Ég vil fá vorið.

  


Órjúfanlegir vinir.

Set hér inn mynd af bestu vinum í heimi. Melkorka og afi.

  


Hrekkjusvín

Þeir sem þekkja manninn minn vita það með vissu að hann er með afbrigðum hrekkjóttur.
Oftar en ekki, hefur betri helmingur hans orðið hvað oftast orðið fyrir þessum hrekkjum hans.
Ég læt hér flakka einn hrekk sem gerðist þegar að við bjuggum í Ártúnsholtinu.
 
                     *************************************************
Ekkert þótti mér betra en rauður ópal. Ég gat gúffað í mig fleiri fleiri pökkum á dag, ef því var að skipta. Ég var svo sólgin í rauðan ópal að ég gat stundum hvolft hálfum pakka upp í mig í einu og gerði það bara þannig að ég opnaði pakkann og hvolfdi upp í mig góðgætinu og maulaði.

Ég ætla að taka það fram áður en sagan hefst, að ég hef séð illa frá 14 ára aldri og nota oftast gleraugu, þó ekki alltaf. (og ekki í þetta sinn)

Nú...eitt sinn kemur minn elskulegi eiginmaður heim af fótboltaæfingu, sem var daglegur viðburður í þá daga eftir vinnu.
Hann heilsar krakkakrílunum sem hann átti þarna úti á götu og kemur svo inn til spúsu sinnar. Hengir upp jakkann sinn, kyssir sína beint á snúðinn og réttir henni...

.......rauðan ópal !

Æ...en hvað þú ert sætur ástin mín, segi ég. Kaupir þú bara rauðan ópal handa mér bara si svona án þess að ég biðji þig um það ? ha ?

Já, ég kom við í sjoppunni að kaupa mér að drekka og ákvað að kaupa handa þér ópal elskan í leiðinni af því þér finnst hann svo góður.
Svo fer hann að sinna öðru. (en fylgist með mér í laumi)

Fíkillinn opnar pakkan, sér samt að það er búið að opna hann, en reiknar með að viðhengið hafi fengið sér smakk áður en gefið var, en hugsa svo ekki meira út í það.
Pakkanum er hvolft að venju upp í gímaldið og byrjað að bruða...umm...

**?????=ÖÖ??'_$$%$##%&%&%/&//**  piffff...skyrp.......hvur djöfullinn er þetta ?

Ég skyrpti innihaldi munnsins í lófann á mér hið snarasta og horfði forviða á það sem við mér blasti.

Hvað haldið þið að maðurinn hafi verið að dúlla sér við þegar að hann var að heilsa upp á krakkaormana sína úti á plani ??? ef hann var þá að heilsa upp á þá.....

HANN VAR AÐ TÝNA MÖL Í ÓPALPAKKA !!! JÁ, MÖL !!!

Það gat ekki verið að hann væri svona elskulegur nema að það væri hrekkur á bak við elskulegheitin.
Hann hafði fundið tóman ópalpakka í bílnum og ákvað að smella smá möl í hann handa sinni og sjá hvað gerðist. (þvílíkt hugmyndaflug)

Það skal tekið fram að hann andaðist næstum því það skiptið úr hlátri og hann hlær ennþá af svipnum á mér...yfir gleðinni...gleraugnalausri...full trausts á eiginmanninum, skella í mig rauða ópalnum.
Svipnum þegar að ég finn harða steinana gæla harkalega við tennur mínar og skyrpa þeim með hraði í lófann...og drápssvipnum sem hann fékk þegar að frúin uppgötvar að þetta var möl .... MÖL....

Ég hef aldrei treyst honum síðan þegar hann gefur mér nammi, sérstaklega ekki ef ég er gleraugnalaus.

Það þarf vart að taka það fram að hann var tekinn og laminn og ég réði við hann því hann var svo máttlaus af hlátri. 

                                 


Bless Bingi minn

 

Starfið sem Bingi minn unni,
stuggurinn stendur um það.
Hann hættir með óbragð í munni,
framtíðin óskrifað blað.

Ég er hér....

Gleðilegt ár allir nær og fjær.

Ekki hef ég nú verið dugleg að blogga hér undanfarið. Satt best að segja hef ég ekki punktað eitt einasta orð síðan töluverðu fyrir jól.

Nú liggur maður bara í kvefpest og hnerrar út í eitt. Ég fékk þessa dásemd um helgina. Það gat nú ekki verið að maður slyppi við allt. Fékk reyndar ælupest milli jóla og nýárs og var það ekki skemmtilegt.

En þessa dagana liggur maður bara í jólabókunum.

Var að klára bókina "Aska" eftir Yrsu Sigurðardóttir.

Ég verð að segja það að þessi bók er ekki alveg eins spennandi og ég hélt. Hún kom mér á óvart. Fannst vanta eitthvað, sérstaklega í endinn. Eins og það vantaði að klára að gera upp hluti sem komu fram í bókinni og maður hélt að maður fengi einhver svör við síðar í bókinni..... en nei, maður fékk ekki svörin við því .

Jæja, en núna er ég byrjuð á "Harðskafa" eftir Arnald Indriðason og vona að hún verði betri.

Ég á nú reyndar von á því. Arnaldur klikkar yfirleitt ekki.

Best að skella sér í lestur.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 734

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband