22.12.2007 | 23:06
Jólakveðja
Gleðileg jól
Hittumst aftur hress og kát á nýju bloggári.
Kveðja....Binna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 10:57
Nokkuð til í þessu
Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu
hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi.
Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt!
1. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum
heimi sem þú myndir deyja fyrir.
2. Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi
sem elska þig á einhvern hátt.
3. Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er,
viðkomandi vill vera eins og þú.
4. Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju,
jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.
5. Á hverju kvöldi, hugsar einhver til þín áður en
viðkomandi fer að sofa
6. Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.
7. Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi
8. Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.
9. Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað
gott úr því.
10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki,
líttu aftur á.
11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð.
Gleymdu dónalegum hreitum.
Mundu.........þegar lífið afhendir þér sítrónu /lime...
biddu þá um Tequila og salt .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 11:46
Ég er hérna ennþá... :)
Í gær var pabbi minn jarðsettur í kyrrþey. Hann óskaði eftir því sjálfur.
Ekkert tilstand, engin fyrirhöfn...þannig var hann allt sitt líf. Vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Hann vildi varla kalla í hjúkkurnar því hann vildi ekki "trufla" þær við störf sín :)
Jarðaförin var yndisleg í alla staði. Falleg tónlist og ekki þarf að spyrja af Páli Rósinkrans sem er svo ofboðslega mikill fagmaður að það er unun að horfa á og hlusta. Hann söng lag sem að pabbi gerði fyrir einum 50 árum síðan og ég gerði textann fyrir u.þ.b. 3 árum síðan.
Palli hafði hlustað á þetta lag einu sinni og æfði það svo klukkutímanum fyrir jarðaför, með Tóta píanógúrú og Matta fiðlustrák.
Lagið kom óaðfinnanlegt út úr barka þessa snillings. Ég varð agndofa.
Palli söng líka lagið ...Í bljúgri bæn... sem er með fallegri lögum sem ég hef heyrt.
Ég get til að mynda aldrei sungið það sjálf án þessa að fara að grenja. Mér er það lífsins ómögulegt. Ég hef oft reynt það en aldrei tekist.
Það er annað lag sem hrærir mig svona líka og ég hef aldrei getað hlustað á það né sungið án þess að fá kökk í hálsinn eða tár í auga og er það lagið...Það er eins og gerst hafi í gær...með Guðmundi Jónssyni. Gamalt lag, þar sem að pabbinn er að syngja um stúlkuna sína, frá því að hún er lítil hnáta og þar til hún sjálf verður foreldri. Dásamlegt lag sem grætir kellinguna alltaf !
Já og jæja. Ég ætla að bregða mér af bæ á morgun og skella mér til hennar Stínu vinkonu minnar og þar ætlum við St. John´s skvísur að hittast og skrifa saman jólakort til vina okkar á Nfl.
Við ætlum líka að borða saman sjálfdauða trönuþurrkaða "rollu" sem að Stína keypti. (niðurskorna) Gamlan sauð sem hún fékk líka á góðum prís. Svo legg ég sjálf til grafið unglamb... og þessu gúffum við í okkur með ristuðu brauði, ostum, sultutauji og rauðum legi.
Hafið það gott um helgina elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2007 | 12:14
Í jólabúninginn
Ég hef ekki verið neitt sérlega dugleg við að blogga hérna undanfarið.
Þið verðið nú að fyrirgefa mér það, þar sem ég nota þessa síðu sem aukasíðu
en geri út aðra em mitt aðal bloggsvæði.
En ég var að spá í að prufa að setja þessa síðu mína í smá jólabúning og breyta henni í rautt.
Er það ekki bara alveg brilliant að gera það ?
Nú styttist í Canada ferðina mína.
Það er bara næstkomandi miðvikudag sem frúin hendir sér upp í flugleiðavél og skellir sér
í jólainnkaupin á erlendri grund.
Það verður nú ekki leiðinlegt skal ég segja ykkur. Gaman að geta breytt um umhvefi í nokkra daga, verslað og farið fínt út að borða og haft það huggulegt. Ég hlakka mikið til.
En nóg í bili.
Hafið það gott.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 18:31
Frekar sloj dagur...en það lagast.
Dagurinn byrjaði svona hjá mér.
Koddinn fyrir andlitið og ég hreinlega var ekki að meika það að drattast fram úr bælinu.
Hausverkur, beinverkir, slappleiki og flökurleiki. Allt í einum pakka og kostaði ekki eina krónu !!! Von var á 5 sprellfjörugum krakkagrísum...svo þetta gat ekki verið betra !
Dásemndin helltist yfir mig í gær þegar að frúin var að skella á afmælistertur fyrir húsbóndann. Eugh... En frúin er annálaður harðjaxl. Það er meðfæddur eiginleiki að bíta bara á jaxlinn og klára dæmið Ég ræð bara ekkert við það að vera svona mikill víkingur.
Jæja, en allavega er ég búin að vera í þokkalegri leti...sko bloggleti. Hef ekki nennt að ljúga neinu að ykkur elskurnar undanfarið, en ætla að reyna það í dag.
Bjarki Freysinn minn kom í hádeginu til ömmu sín þar sem að það er frí í leikskólanum. Odda mín er akkúrat í þessum töluðu orðum að koma sínum kalli á óvart. Fyrirfram afmælisglaðningur handa Nóa. Hann á afmæli á sunnudaginn 11 nóv.
Hún sækir hann í vinnuna og þau ætla að eiga góðan dag saman bara tvö...reyndar með litla laumufarþegann innanborðs Hann er þriðji maður í boðinu.
Pabbi minn var sóttur í dag kl. 11 og fluttur á líknadeildina í Kópavogi aftur. Hann er orðinn það slappur að hann getur ekki verið heima. Hann þarf svo mikla hjálp.
Núna er ekki víst að hann komi heim aftur. Það eru meiri líkur á því en hinu.
Ég held að hann hafi alveg gert sér grein fyrir því sjálfur þegar að hann yfirgaf heimilið sitt í morgun. Æ...þetta er svo erfitt og sorglegt að horfa upp á sína í svona aðstöðu
Helgin verður tekin á rólegu nótunum hér á bæ. Tærnar upp í loft og þannig verða þær ALLA helgina. Ég ætla að ná þessari dásemdar lumbru úr mér.
ÖÖÖ....reyndar er ég að ljúga aðeins núna, þar sem að ég ætla í Bænagönguna á morgun kl. 14.00. Þetta er ganga sem er farin frá Hallgrímskirkju og níður á Austurvöll.
Gengið er gegn myrkrinu. Öllu því myrkri sem getur verið í fjölskyldum...t.d. sorg, veikindum, drykkju, geðveiki, þunglyndi, eiturlyfjum og svo lengi mætti telja.
Öllu því sem að stuðlar að myrkri í lífi hvers og eins.
Síðan verður beðið fyrir öllu því fólki sem er í myrkri, að það megi finna ljósið.
Finna lausn, frið og gleði.
Ef heilsan mín verður sómasamleg...þá fer jaxlinn í gönguna !!!
Ég hvet ykkur hin endilega að gera hið sama.
Kl. 18.00 verða svo gospel tónleikar í Laugardalshöllinni. Allt frítt.
Ég veit ekki hvort ég fer þangað. Sé til með það.
Hafið það gott kæru vinir....og spáið endilega í Bænagönguna. Ég hef mikið að þakka. Það hafa ótrúlegir hlutir verið að gerast í okkar fjölskyldu. Svo ótrúlegir að ég hélt að ég myndi ekki fá að lifa það að sjá þá gerast.
Þeir sem eru okkur næstir vita um hvað ég er að tala.
Þetta má ég svo sannarlega þakka og ég lofa hvern þann dag sem ég horfi á gangandi kraftaverkið mitt glaðan og heilbrigðan
Þrátt fyrir sorgina hjá okkur, þá er líka mikil gleði að gerast. Eins og sagt er...sorgin og gleðin eru systur, og ferðast saman í gegnum lífið.
Þannig er það nú bara.
Góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar