10.8.2007 | 09:38
Blogg-sumarfrí
Bara rétt að reka hér inn nefið og láta ykkur vita að ég er ekki dauð.
Er bara í smá blogg-sumarfríi Ég læt örugglega heyra frá mér....ég kem aftur.
Ég kem alltaf aftur !!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2007 | 11:33
Sólgleraugna drottningin
Í allri sólinni og góða veðrinu sem hefur heiðrað landann undanfarið hef ég verið bara "þokkalega" góð í frjókornaofnæminu. Alveg hreint ótrúlegt. Ég ætlaði varla að trúa þessu þegar að ég sá og heyrði í fólki í kringum mig sem var að drepast, hnerrandi og snýtandi sér.....og ég bara sjálf svona líka góð
Nú svo dró fyrir sólu loksins og fór að rigna sem var nú orðin alger nauðsyn. Haldið þið að frúin hafi ekki byrjað "þá" að ofnæmast !!! Ég varð alveg kolvitlaus í augnkláða. Þrotlaus viðbjóðslegur kláði og sviði sem ekki er hægt að standast að nudda. Ég er búin að nudda nánast alla húð í burtu í kringum augun.
Núna er frúin eins og þorskur á þurru landi með augu á stærð við lítið óþroskað krækiber. Bólgan hylur hin fögru augu og "nánast" lokar þeim alveg. Bólgan undir augunum er eins og notaðir tepokar með auka-hrukku-ívafi sem lítur út eins og gamalt þvottabretti.
Aumingja Biggi minn að þurfa að vakna við hliðina á "þessu"
Nei, hún er ekki glæsileg hún Bryndís Halldóra í dag. Fer ekki út úr húsi nema vopnuð hinum dekkstu sólgleraugum af stæðstu gerð sem hylur hálft andlitið, en það er þá líka bara af illri nauðsyn að ég fari út. Algerlega einungis í bráðnauðsynlegri neyð.
Ég þarf t.d. að fara út í dag til að sækja ný lyf í augun á mér og það er eins gott að það verði ekki margir á vegi mínum, því ég...(eins og þeir sem þekkja mig vita)....sé ekki vel og þarf gleraugu eða linsur við aksturinn, en nú get ég ekki látið sjá mig með annað en sólgleraugu og verð því að keyra í apótekið eftir minni.
Ef þið sjáið dökkhærða konu á steingráum Avensis með sólgleraugu á stærð við tvær steikarpönnur...þá endilega keyrið út í kant hið snarasta til að verða ekki fyrir henni.
Hún er nefnilega sjónlaus með öllu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2007 | 16:19
Glötuð "ég" !
Ég er alveg glötuð í þessu bloggi hérna. Ég hef ekki látið í mér heyra í óratíma, en alla vega þá er ég á lífi.
Hlakka mikið til að hitta frændgarðinn á morgun hjá Brynjari frænda á Hellu.
Við Blomsterbergarnir brunum austur með fullan bíl af Biggakjöti sem við svo gúffum í okkur saman seinnipartinn...það verður ljúft. Ég legg til að hann Nói "yfirgrillari" verði látinn standa við grillið með töngina. Hann er snillingur að grilla drengurinn sá.
En alla vega...þá hlakka ég til að hitta ykkur á morgun og eiga með ykkur góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2007 | 16:24
Pollamót Þórs
Nú er ein skemmtilegasta helgi sumarsins liðin og við komin heim eftir ævintýri helgarinnar.
Vorum á Pollamótinu á Akureyri og það var alveg rosalega gaman. Það er ALLTAF gaman á Pollamóti !!!! Við erum búin að hlæja alla helgina út í gegn.
Strákarnir urðu í 3 sæti í Lávarðadeildinni og fóru því heim með bronsið. Ekki slakt það.
Set hér inn mynd af mesta sprellara sem til er....Nuddaranum mikla.
Hann var alltaf svona alla helgina eins og hann er hér á myndinni.
Gleðigjafi mikill !!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.7.2007 | 21:48
Steik og aftur steik

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar