27.6.2007 | 10:33
Tár í tómið
Í tugi ára hefur þetta lag og þessi texti verið mér hugleikinn. Ég tala um tugi, því ég held að ég hafi verið unglingur þegar að Ríó Tríó söng þetta lag inn á plötu. Maður er nú orðinn þokkalega gamall...
Í gær var ung stúlka jörðuð og var þessi texti í minningargrein frá systir hennar. Hann á svo sannarlega við í því tilfelli ásamt hundruðum annara sem hafa fallið fyrir tilstyllan eiturlyfjanna. Flest eigum við einhvern nákominn eða þekkjum til sem á við þennan vanda að etja.
Ég held að það veiti ekki af og væri öllum hollt, að hlusta aðeins á orð pabbans sem skrifaði til þjóðarinnar í gær til að reyna með veikum mætti að hrista upp í þessu þjóðfélagi okkar. Hvað er brýnna en að reyna að sporna við þessum vágesti sem ríður yfir unga fólkið okkar ? Hvernig endar þetta ef við höldum áfram að ganga alltaf veginn með bundið fyrir augun ?
Horfumst í augu við meinið og reynum að standa saman í þessari baráttu. Gætum að því, að næst gæti þetta verið mitt barn.....eða þitt.
Tár í tómið
Bárur þér fleygja um bölsins haf.
Brostið hvert skip sem þér lífið gaf
uns eiturbylgjan við auðnarland.
Að endingu grefur þitt lík í sand.
Við áttum drauma og ást og trú.
En eitthvað brást og þú reikar nú
um villustræti um voðans borg.
Það er verra en dauði og þyngra en sorg.
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Þeir hirða þig stundum og hringja í mig
og heimta'að ég komi að sækja þig.
Þú ert örvita af kvölum og allt mitt þor.
Mín orka og líf fer í þessi spor.
Þú grætur oft en ég get svo fátt.
Ég gef þér allt, það var samt of smátt.
Eitrið þig bindur í báða skó
og blóð þitt hrópar, fær aldrei nóg
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Á sjúkrahús fórst og send varst heim.
Þeir sögðu þig fríska við trúðum þeim.
Þú hlóst og söngst en þú hlærð ei meir.
Það hryggir ei neitt eins og von sem deyr.
Bárur þér fleygja um bölsins haf.
Brostið hvert skip sem þér lífið gaf
uns eiturbylgjan við auðnarland.
Að endingu grefur þitt lík í sand.
Og öll mín tár, til einskins þau í tómið renna.
Mín ör og sár, til einskins svíða þau og brenna.
En verst er þó að vita'ei hverju'er um að kenna.
Jónas Friðrik
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2007 | 14:42
Einn góður !
Ítalskur ferðamaður sem var staddur í Madrid á Spáni,
fékk skyndilega þá hugdettu að skella sé á nautaat sem átti að vera í nágreninu seinna um daginn.
Hann skemmti sér konunglega og dáðist að því við vin sinn hvað nautabaninn fór létt með að stúta nautinu.
Um kvöldmatarleytið fer hann svo inn á nálægðan veitingastað og biður þjóninn um rétt dagsins og vín hússins.
Hann hafði ekki beðið lengi þegar þjónninn kemur með veitingarnar.
Þegar hann þakkar þjóninum fyrir frábæran mat, spyr hann þjóninn að því hvað þessi indæli réttur heiti.
"Hann heitir ojabjakk" svarar þjónninn um hæl.
Hvaða hráefni er notað í svona góðan mat spyr Ítalinn aftur. Það eru eistu nautsins sem féll í hringnum í dag.
Ítalinn sætti sig við þetta og þakkaði fyrir sig og kvaddi.
Daginn eftir kemur Ítalinn aftur og pantar sama rétt og kvöldið áður.
Þegar hann hefur lokið við matinn, spyr hann þjóninn af hverju skammturinn hafi verið svona lítill,
því hann hafi verið svo vel útilátinn í gær.
"Það er út af því að nautið tapar ekki alltaf" svaraði þjónninn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 14:58
Þrá eftir austfirsku fjallalofti.....
Ég, borgarpaddan sem fædd er og uppalin á malbikinu er komin með sjúklega þrá eftir að komast út á land. Þetta er krónískur sjúkdómur sem kemur reglulega upp hjá mér, ár hvert.
Þó ég sé Reykjavíkurmær þá fæ ég alltaf fráhvörf eftir sveitinni þegar fer að sumra. Nú styttist í Akureyrarferðina mina sem verður í júlí og svo langar mig óhemju mikið til að fara á frönsku dagana á Fáskrúðsfirði seinustu helgina í júlí. Mig skortir bara húsnæði þar. Það er ekki um auðugan garð að gresja þegar að ættingjarnir eru nánast allir fluttir þaðan.
Bara að komast í annað umhverfi en hana Reykjavík....þó ég elski hana alveg út af lífinu, þá bara verð ég að fá að breyta til. Það nærir sálina mína og ég hleð batteríin til fulls í sveitinni. Akureyri er kannski ekki sveit...en...annað umhverfi sem er svo gaman að heimsækja.
Ég vona að mér verði eitthvað ágengt í húsnæðismálum varðandi frönsku dagana. Ef það gengur upp verð ég ekki lengi að pakka saman og keyra í fjörðinn minn fallega, í ausfirska fjallaloftið sem nærir mig betur en nokkuð annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 19:57
Nýtt lag...hlustið
Nýtt lag er komið í spilun með Snorra bróðir.
Þetta er gullfallegt lag og texti eftir Magnús Þór Sigmundsson og
heitir það... Sálmur um ást
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Velkomin á spjallið mitt...
Bloggarar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar