Færsluflokkur: Bloggar

Ég, Lára og Logi Bergmann

Ég sá í blaði um daginn nokkrar samanteknar spurningar sem lagðar höfðu verið fyrir Loga Bergmann fréttamann.

Þegar ég hafði lesið dágóða stund og kom að því þar sem hann segist ætíð lenda í biðröðum sem að haggist ekki hætis hót og séu algerlega pikkstopp, hann væri svona biðraða-stoppari ...þá staldraði ég við þar...flissaði með sjálfri mér og hugsaði. Jahá...við Logi eigum þá fleira sameiginlegt en bara það að vera fyrstu og elstu kúnnarnir hennar Láru vinkonu minnar Stephensen.

Það er segin saga, að þegar ég fer í verslun, þá reyni ég alltaf að velja stystu röðina. (það gera það eflaust flestir) Óralangar biðraðir í kringum mig á báða bóga....en "ég" í þeirri stystu.

Nú...ég skima í kringum mig og sé að þessar löngu biðraðir ganga miklu, miklu hraðar en mín, sem virðist ekki hreyfast. Þegar að ég kanna málið nánar, er það iðulega þannig að strimillinn er búinn í kassanum og þá þarf að setja nýjan. (tekur tíma og líka á óþolinmæði mína)  

Eða...afgreiðsludaman finnur ekki verðið á vörunni og þarf að hlaupa inn í 2000 fm búðina til að finna verðið.

Eða þá...að debetkortið hjá kúnnanum er ekki að virka og reynt er að renna því hundrað og fimmtíu sinnum í gegnum posann...án árangurs því segulröndin er algerlega búin, og afgreiðsludaman fattar það ekki fyrr en eftir korter eða svo að stimpla inn númerið á kortinu.  

Seinasta biðin mín var þannig, að afgreiðsludaman þurfti að hlaupa út á eftir kúnnanum...alla leið út á mitt bílaplan þar sem að hann hafði gleymt einni vörunni. Og ég beið í biðröð á meðan ! Pinch Ohhhhh.....this is my life !!!

Og annað...ef ég versla mér einhvern hlut. T.d....lampa, rúm, ísskáp, frystikistu, bíl eða guð má vita hvað, þá er sá hlutur yfirleitt með leyndan galla..sem fattast þegar heim er komið, eða það er bilað og tækið virkar ekki. 

Nú eða ef ég versla hluti í einingum sem á að setja saman, þá get ég lofað á mér handleggnum...jafnvel báðum að það vantar aðal hlutinn í kassann. Ég er vel þekkt fyrir þessa seinheppni mína. Einu sinni keypti ég mér skó, rétt fyrir klukkan 6 á föstudegi, var að fara að djamma, keyri heim til mín, sem er nota bene í óæðri enda Grafarvogs (það er svo langt) og uppgötva mér til skelfingar að þjófavörnin er enn á skónum. Brilliant !!! Flott að fara á tjúttið með þjófavörnina á skónum !!!

Ég þurfti að gera mér aðra ferð, niður í bæ eftir símtal við konuna í skóbúðinni og láta fjarlægja þennan óæskilega hlut af skónum mínum. En til hvers að hafa þjófavörn sem að er ekki að virka ?Þarna sjáið þið hvað ég er dásamlega heppin. Þetta getur BARA komið fyrir MIG !!!

Fjölskyldan hefur oft og einatt átt skemmtilegar hláturstundir saman yfir seinheppni minni. (mér til lítillar gleði eða skemmtunnar) Angry

Til að skilgreina Láru Stephensen klippara, fyrir þeim sem ekki þekkja deili á henni, þá höfum við Lára verið vinkonur í u.þ.b. 3 áratugi. Ég var sérstakt tilraunadýr vinkonu minnar á fyrstu náms árum hennar, hvort sem var í litun eða klippingu.

Eitt sinn sem oftar setti hún í mig þessar líka svakalega flottu strípur. Ég sat dauðadæmd á fjórfættum eldhúskolli  í Auðbrekkunni þar sem hún bjó í foreldrahúsum og beið þess sem verða vildi.

Lára var búin að pikka nánast alla hárflóruna upp úr þessari dásemdar strípuhettu sem huldi höfuð mitt.  Á hárréttan tíma (að hennar mati) var mér ýtt inn á bað og látin bogra yfir baðkarið og hárið þvegið og skolað.

Útkoman var glæsileg !!! Binna....sú dökkhærða var orðin "appelsínugulhærð" !!! Blush Strípurnar upp við haus voru gular...endarnir niður við axlir voru appelsínugulir !!!

Redding var gerð í snarhasti og Binna var bara klippt stutt. Hárið fauk og eftir sat tilraunadýr Láru, eins mikið "blond" og frönsk mella á fjórða áratugnum. Ég hef aldrei á minni lífsins æfi verið eins ljóshærð og þá LoL eða öllu heldur gulhærð.  Hér sjáið þið mynd: http://www.123.is/Noja/albums/-35448988/Jpg/071.jpg

Flott ha ? Með gulan hjálm á höfði og dökk undirhárin  Whistling  HAHAHAHA.... FLOTTUST !!!

En alla vega þá eigum við Logi það sameiginlegt, þó við þekkjumst ekki neitt, að vera sömu biðraða- stoppararnir og líka fyrstu og elstu kúnnarnir hennar Láru Steph. Hvort Lára gerði tilraunir á Loga í denn er mér ekki kunnugt um Joyful

 


Friðarsúla Lennons og Yoko

Jæja...þá var friðarsúlan tendruð í gærkvöldi með pomp og prakt.

Ég stóð spennt í eldhússkálanum mínum og beið eftir ljósi. Hlustaði á sjónvarpsútsendinguna og stóð við gluggann og beið spennt. Og viti menn !!! Það varð ljós.

Mikið var það fallegt. Ég er í stúkusæti hvað ljósasúluna varðar. Ég get setið og borðað matinn minn og notið þess um leið að horfa á friðarsúlu Lennons og Yoko. Ekki amalegt það Wink

Gaman að sjá Sean hvað hann er líkur pabba sínum þó hann sé aðeins úfnari en hann var. Hann tjaldar svo miklu hári strákurinn, bæði í andliti og á höfði Grin En líkur er hann pabba sínum það má nú segja....og Sean gengur alveg nákvæmlega eins og hann. Virðist hafa sömu limaburði og John. Gaman af þessu.


Litir haustsins

Ég fór á Þingvöll um helgina og myndaði þar yndislega liti haustsins.

                   


50 árum seinna...

Það voru einu sinni hjón sem fóru á hótel til að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt.
Fengu þau sér gott að borða og fóru svo upp í rúm til að endurupplifa brúðkaupsnóttina.
Eitthvað fannst þeim gamli vinurinn vera slappur og linur, svo hann laumaðist afsíðis og batt við hann reglustiku.
Fór hann við svo búið upp í rúm til sinnar gömlu og sinnti sínu hlutverki og var konan hæstánægð með gamla sinn.

Daginn eftir synti annar eggjastokkurinn til hins og sagði: "Já, margir hafa nú komið við hér um dagana en aldrei hafa þeir fyrr komið á líkbörum!"

Fátækt eða ríkidæmi ?

Dag nokkurn tók mjög efnaður maður son sinn með sér í ferð út á land í þeim tilgangi að sýna honum hvernig fátækt fólk býr.

Þeir dvöldu tvo daga og nætur á sveitabýli sem myndi teljast fátæklegt.

Á leiðinni til baka spurði faðirinn son sinn hvernig honum hafi þótt ferðin.

"Hún var frábær Pabbi."

"Sástu hvernig fátækt fólk býr?" spurði faðirinn.

"Ó já," sagði sonurinn.

"Jæja, segðu mér, hvað lærðir þú af þessari ferð?" spurði faðirinn.

Sonurinn svaraði:"Ég sá að við eigum bara einn hund en þau eiga fjóra.

Við eigum sundlaug sem nær útí miðjan garð en þau eiga læk sem engan enda tekur.

Við erum með innflutt ljósker í garðinum en þau hafa milljón stjörnur á næturnar.

Veröndin okkar nær alveg að framgarðinum en þau hafa allan sjóndeildarhringinn.

Við eigum smá blett til að búa á en þau eiga akra sem ná eins langt og augað eygir.

Við höfum þjónustufólk sem þjónar okkur en þau þjóna öðrum.
Við þurfum að kaupa okkar mat en þau rækta sinn.

Við erum með háa girðingu til að verja okkur en þau eru umkringd vinum sem verja þau. "

Faðir drengsins var orðlaus.

Þá bætti sonurinn við:
"Takk Pabbi, fyrir að sýna mér hve fátæk VIÐ erum."

Opnunartími skemmtistaða.

Núna glymur hæst við að stytta eigi tíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur.

Þar er ég svo hjartanlega sammála. En.... má ekki fara milliveg og loka skemmtistöðunum klukkan t.d. 03, en ekki kl. 02 ? Það er nú dálítið snemmt að loka kl. 2.

Eins og fyrirkomulagið er í dag þá tel ég það hafa verið stór mistök á sínum tíma að lengja þennan opnunartima til kl. 5 og 6 á morgnana. Það bjargaði engu né lagaði nokkuð, að mínu mati.

Fólk er að drattast heim til sín jafnvel ekki fyrr en kl. 7 að morgni. Og annað...mér hefur ekki fundist neitt hafa lagast í sambandi við það að fólk safnist síður saman í miðborginni og allt fari í steik og kaos þegar að það er farið að huga að heimferð. Það er jafn erfitt að fá leigubíla eins og áður.

Ekki það að ég sé alltaf út á lífinu...síður en svo. Ég fer nánast aldrei í bæinn. Kannski er ég bara orðin of gömul, eða vil ekki gera börnunum mínum það að hitta múttu gömlu á djamminu í bænum. Nei nei, ég segi nú bara svona. Mín börn yrðu hin kátustu ef þau hittu mömmu í bænum, en það er svo sjaldan að maður bregði sér orðið af bæ að það heyrir orðið undantekninga til.

Eins og t.d. á Menningarnótt. Þá var biðröðin eftir leigubíl svo löng að ekki hefði ég nennt að sitja í þeirri súpu. Það var gott Þá að geta bara vippað sér inn í bílinn sinn og keyrt heim Wink

En þetta með að dreifa skemmtistöðunum í úthverfin. Ok, gott og vel.

Er ekki hægt að reyna að breyta þessu aftur í "ball" menningu eins og áður var ? Núna er þetta bara meira og minna pöbbamenning. Hver man ekki eftir gömlu góðu böllunum sem voru hér áður fyrr á tímum ?

Klúbburinn, Þórscafé, Sigtún, Broadway, Hollý, Hótel Ísland, Amma Lú, ??? Ekki allir á sama blettinum, en þó samt svo að það var stundum hægt að labba á milli þeirra í góðu veðri. (nema Broadway auðvitað)

Þeir voru þó örlítið dreifðir um borgina. Núna höfum við jú Players í Kópavogi og ekki veit ég til annars en að sá staður sé vel sóttur.

Það er bara gott mál að hafa "pöbba", en væri ekki líka bara ágætt að hafa "skemmtistaði" sem hægt er að hafa lifandi músík (hljómsveitir) og geta dansað almennilega eins og í gamla daga ? Nasa er þannig jú jú...en guð minn góður. Það er líkast því að vera í síldartunnu þar inni. Allt of lítill staður.

Ég legg til að stytta eigi opnunartímann til kl. 3 í miðbænum en hafa svo skemmtistaði utan við sjálfan miðbæinn og hafa opið á þeim stöðum til kl. 5. Þá held ég að kaosið og hryllingurinn í miðbænum verði ekki svona svæsinn eins og það er í dag.  

Og að lokum.... Sjálf reyki ég ekki, en það má nú kannski koma á móts við reykingafólk og hafa sérstakt reykingaherbergi til að nikodín fíklarnir geti fengið sér smók. Það er ófært að banna reykingar inni og um leið að banna að fara með drykki út.

Ég á nú eftir að sjá það, að fólk fari út í snjó og skítakulda til að púa sígarettur í vetur þegar það er að skemmta sér...Woundering  Væri ekki nær að leyfa þeim að hoppa inn í lokað rými til að púa eina rettu eða svo og koma svo aftur fram til almennings...og allir sáttir ?


Spaugstofan...hvað er í gangi ?

Hvað er að gerast með vini mína í Spaugstofunni ?

Hvernig má það vera að einn leikaranna og einn upphafsmaður Spaugstofunnar, Randver Þorláksson er látinn fara ? Ég er ekki alveg að ná þessu.

Svipað og að einn af leikurum Friends yrði rekinn. Hvernig hefði Friends t.d. orðið án Joey ? eða Chandler ? eða Ross ?.... þetta er bara svipað dæmi. Hvar er Bogi án Örvars...eða Örvar án Boga ? Randver er t.d. snilldar kellingareftirherma. Flottur kvenmaður...og auðvitað karlmaður líka  Wink

Mér finnst þetta sorglegt.

Ég er ekki að kaupa það að einum leikaranum sé kippt út "bara" af því að það á að breyta til og fá "ferska" gestaleikara inn í staðinn. Það hafa áður komið gestaleikarar í Spaugstofuna.... og Randver var með þeim kumpánum þá (???) Woundering  NEI ! Þetta er eitthvað skrítið Errm 

Jæja...en þetta eru bara mínar vangaveltur.


Ljóskur.... *dæs*

Af því að ég er svo steingeld og í mikilli blogg-lægð, þá set ég bara inn brandara fyrir ykkur.

Hér er einn hrikalega góður.

**********************************

Ljóskan hringir í kærastan og segir: "Viltu vera svo vænn að koma hjálpa mér að pússla rosalega erfitt púsluspil, ég veit ekki alveg hvernig ég á að byrja ?"

Kærastinn spyr : Af hverju á myndin að vera?
Ljóskan: Miðað við myndina utan á kassanum þá á þetta að vera hani.

Kærastinn ákveður að fara að hjálpa henni með púslið.

Þegar hann kemur hleypir hún honum inn og leiðir hann að borðinu þar sem hún hefur dreift úr öllum bitunum í púslinu.

Hann skoðar bitana í smástund, lítur á kassann, snýr sér þá að henni og segir : "Í fyrsta lagi, alveg sama hvað við gerum, eigum við ekki eftir að geta sett bitana þannig saman að þeir muni á nokkurn hátt líkjast hana."

Hann tekur í hönd hennar og segir: "Í öðru lagi, vertu róleg, fáum okkur góðan tebolla og svo skulum við..." segir hann andvarpandi....... 


"..setja allt kornflexið í kassann aftur."


Þessi er góður !

Í menntaskólanum í bænum var eldri kennari sem byrjaði allar kennslustundir á því að segja brandara.
Þeir voru flestir í grófari kantinum og stúlkunum mislíkaði þetta.


Eitt sinn ákváðu stúlkurnar í einum bekknum að ganga út og kæra kennarann næst þegar hann segði grófan brandara.
Kennarinn hafði ávæning af þessu og næst þegar hann mætti í kennslustund sagði hann um leið og hann gekk inn í kennslustofuna:
Góðan daginn, hafið þið heyrt að það er alvarlegur skortur á vændiskonum í Færeyjum?
Stúlkurnar stóðu allar upp og byrjuðu að ganga út.
Bíðið rólegar stelpur, sagði kennarinn, það er ekkert flug til Færeyja fyrr en á morgun!


Skák og mát !

Binna var að steikja egg handa sínum heittelskaða eiginmanni.
Allt í einu ryðst bóndinn inn í eldhúsið.
"Varlega varlega...! Settu meira smjör! Guð hjálpi mér...! Þú ert að steikja Of mörg egg í einu.
OF MÖRG! Snúðu þeim! SNÚÐU ÞEIM NÚNA!"
"Við þurfum meira Smjör. Guð minn góður! VIÐ ÞURFUM MEIRA SMJÖR!
Eggin munu festast!" "Varlega...VARLEGA!
Ég sagði VARLEGA!
Þú hlustar aldrei á mig þegar þú eldar!
ALDREI! Snúðu þeim! Drífðu þig!
Ertu geggjuð! Ertu búin að tapa glórunni?
Ekki gleyma að salta eggin.
Þú gleymir alltaf að salta. Nota salt.
NOTA SALT ! S A L T !
Binna horfði á hann og sagði.
"Hvað er eiginlega að þér maður ?
Heldur þú virkilega að ég kunni ekki að steikja tvö egg?"
Biggi svaraði rólega,
"Mig langaði bara að leyfa þér að finna
hvernig mér líður þegar ég er með þig í bílnum elskan.".... Pinch

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 789

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband