Frekar sloj dagur...en það lagast.

                                               
Dagurinn byrjaði svona hjá mér. 

Koddinn fyrir andlitið og ég hreinlega var ekki að meika það að drattast fram úr bælinu.

Hausverkur, beinverkir, slappleiki og flökurleiki. Allt í einum pakka og kostaði ekki eina krónu !!!  Von var á 5 sprellfjörugum krakkagrísum...svo þetta gat ekki verið betra ! Woundering 

Dásemndin helltist yfir mig í gær þegar að frúin var að skella á afmælistertur fyrir húsbóndann. Eugh... En frúin er annálaður harðjaxl. Það er meðfæddur eiginleiki að bíta  bara á jaxlinn og klára dæmið Joyful Ég ræð bara ekkert við það að vera svona mikill víkingur. Grin

Jæja, en allavega er ég búin að vera í þokkalegri leti...sko bloggleti. Hef ekki nennt að ljúga neinu að ykkur elskurnar undanfarið, en ætla að reyna það í dag.

Bjarki Freysinn minn kom í hádeginu til ömmu sín þar sem að það er frí í leikskólanum. Odda mín er akkúrat í þessum töluðu orðum að koma sínum kalli á óvart. Fyrirfram afmælisglaðningur handa Nóa. Hann á afmæli á sunnudaginn 11 nóv.
Hún sækir hann í vinnuna og þau ætla að eiga góðan dag saman bara tvö...reyndar með litla laumufarþegann innanborðs Kissing Hann er þriðji maður í boðinu.

Pabbi minn var sóttur í dag kl. 11 og fluttur á líknadeildina í Kópavogi aftur. Hann er orðinn það slappur að hann getur ekki verið heima. Hann þarf svo mikla hjálp.
Núna er ekki víst að hann komi heim aftur. Það eru meiri líkur á því en hinu.
Ég held að hann hafi alveg gert sér grein fyrir því sjálfur þegar að hann yfirgaf heimilið sitt í morgun. Æ...þetta er svo erfitt og sorglegt að horfa upp á sína í svona aðstöðu Crying

Helgin verður tekin á rólegu nótunum hér á bæ. Tærnar upp í loft og þannig verða þær ALLA helgina. Ég ætla að ná þessari dásemdar lumbru úr mér. Wink

ÖÖÖ....reyndar er ég að ljúga aðeins núna, þar sem að ég ætla í Bænagönguna á morgun kl. 14.00. Þetta er ganga sem er farin frá Hallgrímskirkju og níður á Austurvöll.
Gengið er gegn myrkrinu. Öllu því myrkri sem getur verið í fjölskyldum...t.d. sorg, veikindum, drykkju, geðveiki, þunglyndi, eiturlyfjum og svo lengi mætti telja.
Öllu því sem að stuðlar að myrkri í lífi hvers og eins.

Síðan verður beðið fyrir öllu því fólki sem er í myrkri, að það megi finna ljósið.
Finna lausn, frið og gleði.
Ef heilsan mín verður sómasamleg...þá fer jaxlinn í gönguna !!!

Ég hvet ykkur hin endilega að gera hið sama.
Kl. 18.00 verða svo gospel tónleikar í Laugardalshöllinni. Allt frítt.
Ég veit ekki hvort ég fer þangað. Sé til með það.

Hafið það gott kæru vinir....og spáið endilega í Bænagönguna. Ég hef mikið að þakka. Það hafa ótrúlegir hlutir verið að gerast í okkar fjölskyldu. Svo ótrúlegir að ég hélt að ég myndi ekki fá að lifa það að sjá þá gerast.
Þeir sem eru okkur næstir vita um hvað ég er að tala.
Þetta má ég svo sannarlega þakka og ég lofa hvern þann dag sem ég horfi á gangandi kraftaverkið mitt glaðan og heilbrigðan Heart

Þrátt fyrir sorgina hjá okkur, þá er líka mikil gleði að gerast. Eins og sagt er...sorgin og gleðin eru systur, og ferðast saman í gegnum lífið.
Þannig er það nú bara.

Góða helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 789

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband