Ég er hérna ennþá... :)

                       

Í gær var pabbi minn jarðsettur í kyrrþey. Hann óskaði eftir því sjálfur.
Ekkert tilstand, engin fyrirhöfn...þannig var hann allt sitt líf. Vildi aldrei láta hafa neitt fyrir sér. Hann vildi varla kalla í hjúkkurnar því hann vildi ekki "trufla" þær við störf sín :)

Jarðaförin var yndisleg í alla staði. Falleg tónlist og ekki þarf að spyrja af Páli Rósinkrans sem er svo ofboðslega mikill fagmaður að það er unun að horfa á og hlusta. Hann söng lag sem að pabbi gerði fyrir einum 50 árum síðan og ég gerði textann fyrir u.þ.b. 3 árum síðan.


Palli hafði hlustað á þetta lag einu sinni og æfði það svo klukkutímanum fyrir jarðaför, með Tóta píanógúrú og Matta fiðlustrák.
Lagið kom óaðfinnanlegt út úr barka þessa snillings. Ég varð agndofa.

Palli söng líka lagið ...Í bljúgri bæn... sem er með fallegri lögum sem ég hef heyrt.
Ég get til að mynda aldrei sungið það sjálf án þessa að fara að grenja. Mér er það lífsins ómögulegt. Ég hef oft reynt það en aldrei tekist.

Það er annað lag sem hrærir mig svona líka og ég hef aldrei getað hlustað á það né sungið án þess að fá kökk í hálsinn eða tár í auga og er það lagið...Það er eins og gerst hafi í gær...með Guðmundi Jónssyni. Gamalt lag, þar sem að pabbinn er að syngja um stúlkuna sína, frá því að hún er lítil hnáta og þar til hún sjálf verður foreldri. Dásamlegt lag sem grætir kellinguna alltaf !

Já og jæja. Ég ætla að bregða mér af bæ á morgun og skella mér til hennar Stínu vinkonu minnar og þar ætlum við St. John´s skvísur að hittast og skrifa saman jólakort til vina okkar á Nfl.
Við ætlum líka að borða saman sjálfdauða trönuþurrkaða "rollu" sem að Stína keypti. (niðurskorna) Gamlan sauð sem hún fékk líka á góðum prís. Svo legg ég sjálf til grafið unglamb... og þessu gúffum við í okkur með ristuðu brauði, ostum, sultutauji og rauðum legi.

Hafið það gott um helgina elskurnar.

                          


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Steindórsdóttir

Elsku Binna mín, við erum með sömu grátgenin. Fæ ekka við tilhugsunina um 'I bljúgri bæn..... Annars besta kveðja frá mér. Pabbi þinn skilur ekki eftir sig neitt nema góðar minningar hjá mér, hann var alltaf eins, rólegur og yfirvegaður og haggaðist ekki þótt stelpuskottin væru með læti eða gelgjugang.

Anna Steindórsdóttir, 11.12.2007 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Velkomin á spjallið mitt...

Höfundur

Bryndís Halldóra Jónsdóttir
Bryndís Halldóra Jónsdóttir

Eiginkona, móðir, amma.....

...en alltaf "29 ára"  c",) 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegi litli Snorrinn minn
  • Bryndísin sjálf
  • Bjarki Freyr
  • Fannar
  • Bjarki Freyr
  • Melkorka María

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 789

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband